Menu
A+ A A-

Tri.is Kópavogsþríþrautin

Kópavogsþríþrautin verður haldin þann 18. maí nk.

Að þessu sinni er þrautin Íslandsmót í Sprettþraut, keppt er eftir reglum þríþrautarnefndar, sjá: http://www.triathlon.is/?page_id=1211

Vegalengdir eru 400 m sund, 10,3 km hjól og 3,5 km hlaup.

Synt er í Sundlaug Kópavogs, skiptisvæði er á Rútstúni fyrir neðan sundlaugina.

Ræst verður í þremur riðlum.

3. riðillinn er sérstaklega tileinkaður byrjendum. Hver riðill getur verið allt að 60 manns sem munu synda í einu á öllum 10 brautum stóru laugarinnar, og hlaupa svo niður á skiptisvæðið á Rútstúni.  Þá tekur hjólið við, þar sem hjólaðir eru 3 hringir út fyrir Kársnes og framhjá sundlauginni sem endar aftur á skiptisvæði á Rútstúni, þar sem skipt er yfir á hlaupaskó og hlaupnir 2 hringir inn Kópavogsbraut út fyrir Sunnuhlíð niður að Kópavoginum og til baka.  Hér má sjá kort af leiðinni.

Dagskrá

8:10 Tæknifundur með yfirdómara á Rútstúni

8:40 1. riðill ræstur

9:06.2. riðill ræstur

9:32 3. riðill ræstur.

10:30 Verðlaunaafhending

Nánari upplýsingar / More information

Dagsetning / Date 18-05-2014 08:40
Hámarksfjöldi 150
Skráðir 104
Skráning lokar / Registration ends 17-05-2014
Verð / Price 2.500 ISK
Staðsetning Sundlaug Kópavogs
Skráning ekki hafin eða ekki er lengur tekið við skráningu í þetta mót.

Sundæfingar

mán: 19:30 - 20:30. (þjálfari)

mán: 5:50 - 7:00 (enginn þjálfari)

mið: 19:30-20:30.  (þjálfari)

mið: 5:50 - 7:00 (þjálfari)

lau: 11:00 - 12 (þjálfari) lykilæfinging

Hjólaæfingar

Samhjól þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18:00 til 20. sept og sunnudaga kl.9:00, frá Smáranum allt árið.

Dagskrá frá og með 23.september:

þriðjudaga og fimmtudaga á wattahjólum í Sporthúsinu:
kl. 17:15, 18:40 og 20:05 (3 tímar í boði en 18:40 sérlega tileinkaður þríþraut)
 
sunnudaga útihjól kl. 9:00 - 12:00 (1-4 tímar) lykilæfing
sunnudaga innihjól kl. 9:00 - 12:00

Hlaupaæfingar

Vetur (hefst í lok okt): hlaup á hlaupabretti í Sporthúsinu á miðvikudögum kl. 17:30 og laugardögum kl. 9:00

Stutt hlaup (10mín) eftir innihjól á hlaupabretti á þriðjudögum og fimmtudögum

Sumar: Hlaup á miðvikudögum frá Kópavogslaug kl. 17:30 (hraðaæfinga á Kópavogsvelli) og laugardögum kl. 9:00