Menu

Notagildi aflmæla (wattamæla)

 Notagildi aflmæla (Power Meters)

Unnið úr bókinni:Training And Racing with a Power Meter eftir Hunter Allen og Andrew Coggan 2nd edition (GIG tók saman)

 

ü Aflmælir (wattamælir): Tæki (oftast staðsett í gjörð eða í pedölum) sem veitir hjólreiðamanni upplýsingar um hversu mikið afl/kraft hann setur í að snúa pedölum hjólsins.

 

ü Reglulegar wattamælingar og próf: Veita upplýsingar um styrkleika og veikleika hjólreiðamanns og gerir honum kleift að fínstilla æfingaáætlanir. Hann getur rýnt í tölur með myndrænum hætti (s.s línurit og önnur gröf). Skoðað „veik“ svæði og „sterk“ og breytt æfingum með tillititi til upplýsinga. Kannski þarf hann að leggja meiri áherslu á brekkur eða spretti eða hjóla með jafnari hraða í ákveðinn tíma.

 

 

ü Wattamælingar vs hjartsláttarmælingar: Wattamælingar hafa ýmsa kosti umfram hjartsláttarmælingar. Hjartslátturinn einn og sér segir ekki til um hversu miklar framfarir verða á hjólinu. Þær mælingar geta verið mjög háðar t.d. ytri aðstæðum eins og veðurfari, líkamlegu ástandi (dagsformi) eða næringarupptöku og gefið þannig falska vitneskju um frammistöðu á ákveðnum tíma/tímabili. Wattamælingar eru áreiðanlegri og ekki eins háðar umhverfisþáttum  heldur sýna þær meira styrk ákveðinna vöðvahópa hjá hjólreiðamanni. Með wöttum færðu út „þín hestöfl“ við að knýja hjólið áfram þ.e.a.s. sá kraftur sem hjólreiðamaður leggur í pedalana. Mælieiningin eru wött (Watts).

 

ü Wattamælingar og form: Wattamælingar gefa manni kost á því að bera saman frammistöðu yfir ákveðin æfingatímabil eða gera samanburð á tilteknum æfingum og veita þannig upplýsingar um þætti eins og form. Formið á ákveðnum tíma getur einkennst af framförum, þreytu eða jafnvel ofþjálfun. Í framhaldi af því geta menn haldið áfram á sömu braut eða endurskoðað æfingar og æfingamagn.

 

 

ü Wattamælar sem hvatningartæki: Með því að hafa upplýsingar úr wattaprófum t.d. FTP tölu (Functional Threshold Power) og Power- sónur getur hjólreiðamaður horft á tölulegar skjáupplýsingar á meðan á æfingu stendur og notfært sér þær til að bæta afli á pedalana, ef þörf er á miðað við markmið hans. Mælitölur og próf hvetja menn til frekari dáða.

 

ü Wött og tímasetningar (pacing). Með því að þekkja wattaþröskuld sinn (FTP), þ.e. hversu lengi maður getur haldið út tilteknu afli á pedalana í tiltekinn tíma (1 klst.), getur hjólreiðamaður sett upp ákveðið „gameplan“ í keppnum og hjólað í takt við það. Sparað krafta sína á ákveðnum tímapunkti eða bætt í, allt eftir aðstæðum og/eða eðli keppninnar. Semsagt notað ákveðna taktík á hjólaleggnum, hvort sem er í hóphjólreiðum eða einstaklingshjólakeppni.

 

ü Wött og traineræfingar. Með aflmæli verða inniæfingar/traineræfingar markvissari og skemmtilegri. Notkun aflmælis utandyra er undir áhrifum umhverfisþátta eins og t.d. veðurs, landslags eða vegna áhrifa hóphjólreiða (drafts). Tölfræðilegar upplýsingar af hjólreiðum utandyra (jafnvel við sömu kjöraðstæður) eru oftast mjög breytilegar frá einum tíma til annars og wattatölurnar flökta mikið á  sérhverri æfingu. Með inniæfingu er hægt að útiloka áhrif ytri breytna og þar með verður æfingin markvissari og hægt á fókusa á rétt töluleg gildi og sónur. Með nýjustu smarttrainerum má heimfæra útihjólaleggi með forritun og mælingu ( taka leggina upp og hala þá niður) og endurskapa þannig ytri aðstæður fyrir innihjól.

 

ü Wött og þyngd (kg):  Mikilvægt er að skoða niðurstöður wattaprófa með því að taka tillit til watta sem hlutfall af þyngd hjólareiðamanns (W/kg). Hjólreiðamaður sem wattar 350W (FTP) og er 113 kg er ekki hraðskreiðari en annar með 270W(FTP) og vegur aðeins 75kg.  Wött sem hlutfall af kílógrömmum (W/kg) hjá þeim fyrri eru 350w/113kg: 3.10w/kg en hjá seinni 270w/75kg: 3.6w/kg. Því hærri tölu sem þú færð út í þessum reikningi því sterkari hjólreiðamaður ert þú. Hjólreiðamaður með yfir 4 w/kg er mjög öflugur á sínu sviði.

 

 

 

 

back to top