Menu

FIRMAKEPPNI ÍSLANDS Í ÞRÍÞRAUT

Firmakeppni Íslands í þríþraut verður haldin í Sundlaug Kópavogs Borgarholtsbraut þann 10. september kl 10:00

Keppt er í sprettþraut þ.e. 400m sund, 10,4 km hjól og 3,6 km hlaupi. 

Hvert fyrirtæki fær tvær tímatökuflögur sem þarf að skila í mark og nota til þess 2 til 6 þátttakendur sem skipta á milli sín 3 hlutum keppninnar, sundi, hjóli og hlaupi og færa tímatökuflöguna á milli liðsmanna inni á skiptisvæði.
Einn keppandi má einnig klára alla þrautina.

Þátttökugjald fyrir hvert lið (2-6 þátttakendur) er 30.000 kr.

Fyrirtæki má kaupa fleiri en eitt lið inn í keppnina. Hvert lið tilnefnir fyrirliða við skráningu sem er ábyrgur fyrir samskiptum við mótstjórn. Það fyrirtæki sem hefur samanlagða 2 stystu keppnistímana vinnur Firmakeppni Íslands í þríþraut. Verðlaun fyrir sigur er farandbikar og eignarbikar.

ATH! Eingöngu starfsmenn fyrirtækis eru gjaldgengnir.

Skráningafrestur er til miðnættis fimmtudaginn 7. sept. 

Skráning fer fram hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSd6-DqWzfnCt3QGlyGQ0rECgeWlHriclwiaIvBq2KzuQ_VteA/viewform?usp=sf_link

 

Kort af hjóla- og hlaupaleið

back to top