Menu

Æfingabúðir Þríkó í Hveragerði

Í lok apríl voru æfingabúðir Þríkó í Kópavogi og Hveragerði. Búðirnar hófust á fimmtudagskvöldið 27.apríl með mögnuðum fyrirlestri Gauta Grétarssonar sjúkraþjálfara. Næstu þrjá daga var synt í Laugaskarði, hjólað í átt að Þorlákshöfn og hlaupið í Hamarshöllinni og í skóglendi. Einnig var jóga í Heilsustofnun Hveragerðis undir stjórn Margretar Ágústsdóttur. Stór hluti hópsins gisti á Hótel Örk en þar var einnig 3 rétta glæsileg máltíð og kvöldvaka. Að lokum var fundur á veitingahúsinu Frost og Funa. Mögnuð og skemmtileg helgi með flottu fólki undir stjórn Nick Saunders.

back to top