Menu

Vel heppnaðar æfingabúðir Þríkó og 3N

Helgina 18 - 20 nóvember sameinuðust Þríkó og 3N í æfingabúðum við Vatnaveröld Keflavík.  Um 40 manns tóku þar þátt í fjölbreyttum þríþrautarmiðuðum æfingum undir styrkri stjórn Nick Saunders og styrktarþjálfarans Rik Mellor. Á boðstólnum voru m.a. sundæfingar, hlaupaæfingar, trainer/Brick æfingar, styrktaræfingar í Sporthúsinu og fyrirlestrar um styrktarþjálfun. Þetta er í fjórða skiptið sem þessi félög taka höndum saman. 

back to top